Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2019 06:15 Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira