Erlent

Cuba Gooding yngri handtekinn vegna áreitni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn leiða Gooding í járnum út í bíl.
Lögreglumenn leiða Gooding í járnum út í bíl. Vísir/Getty

Lögreglan í New York handtók leikarann Cuba Gooding yngri í dag en hann er grunaður um að hafa hafa snert konu án leyfis hennar á skemmtistað á sunnudagskvöld. Leikarinn er sagður hafa gefið sig sjálfur fram við lögreglu eftir að konan kærði hann.

Lögmaður Gooding segir að myndbandsupptökur af skemmtistaðnum sýni fram á sakleysi hans. Ekki hafi örlað á neinu óviðeigandi af hans hálfu. Gooding hafnaði ásökuninni einnig í viðtali við slúðursíðu í gær, að því er segir í frétt Washington Post.

„Það er upptaka af því sem gerðist í raun. Það er það mikilvægasta,“ sagði hann.

Gooding hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Jerry Maguire“ árið 1997.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.