Sport

Treyja Ruth seld fyrir 712 milljónir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Babe Ruth
Babe Ruth vísir/getty
Treyja hins goðsagnakennda hafnarboltakappa Babe Ruth var seld á uppboði fyrir 5,64 milljónir bandaríkjadollara.

New York Yankees treyjan er frá árunum 1928-30 og er sú dýrasta af þeim treyjum Ruth sem hafa verið seldar á uppboði. Treyjan fór á 712 milljónir íslenskra króna.

Treyjan var seld á uppboði þar sem yfir 400 munir tengdir Ruth voru seldir en flestir komu þeir frá fjölskyldu Ruth.

„Ákvörðunin að deila þessum hlutum var tekin eftir mikla íhugun en gerð til þess að halda arfleið hans á lofti á meðal nýrra kynslóða af hafnarboltastuðningsmönnum,“ sagði barnabarn Ruth, Linda Ruth Tosetti.

Ruth er einn goðsagnakenndasti hafnarboltamaður sögunnar, hann spilaði 22 tímabil frá 1914-1935 aðallega með Boston Red Sox og New York Yankees.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×