Körfubolti

Tryggvi: „Þetta opnar aðrar dyr“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Valencia hefur rift samningi sínum við Tryggva Snæ Hlinason. Tryggvi er bjartsýnn á framhaldið og á ekki von á því að snúa heim í Domino's deildina.

Í dag var greint frá því að Valencia hefði kosið að láta landsliðsmiðherjann fara. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum.

„Í gegnum tímabilið var ég nokkuð jákvæður upp á næsta ár, en á endanum þá var þessu slitið, þó maður viti ekki alveg hvað hafi staðið á bakvið það,“ sagði Tryggvi í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum.

„Á sama tíma þá opnar þetta aðrar dyr, þannig að ég er bara sáttur.“

„Ég mun halda áfram að leita núna úti, hvort sem það verður á Spáni eða annars staðar, og ég er bara jákvæður með framhaldið.“

Tryggvi segist ekki hugsa sér að snúa heim, en ef allt fer á versta veg gæti þó verið að hann snúi aftur í Domino's deildina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.