Körfubolti

Tryggvi yfirgefur Valencia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi samdi við Valencia 2017.
Tryggvi samdi við Valencia 2017. vísir/getty

Valencia Basket hefur rift samningi íslenska landsliðsmiðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar.

Tryggvi gekk í raðir Valencia frá Þór á Akureyri 2017. Hann lék 28 leiki með Valencia tímabilið 2017-18.

Á síðasta tímabili var Tryggvi á láni hjá Monbus Obradoiro í spænsku úrvalsdeildinni og var með 3,5 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik.

Tryggvi gaf kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í fyrra en var ekki valinn.

Tryggvi, sem er 21 árs, hefur leikið 33 A-landsleiki. Hann lék með íslenska landsliðinu á EM 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.