Erlent

Heimila líknar­dráp í áströlsku fylki

Atli Ísleifsson skrifar
Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu-fylkis.
Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu-fylkis. Getty
Stjórnvöld ástralska fylkinu Viktoríu hafa samþykkt lög sem heimila líknardráp. Samkvæmt lögunum geta fullorðnir einstaklingar, sem læknar telja að eigi innan við ár eftir ólifað, sótt um leyfi til að binda enda á líf sitt.

Með lögunum verður Viktoría fyrsta fylkið í Ástralíu til að heimila líknardráp.

Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, studdi tillöguna eftir að faðir hans lést árið 2016 eftir baráttu við krabbamein. Segir hann að nýju lögin muni hjálpa sjúklingum og gefa þeim virðingarverðan valkost á lokaskeiði ævinnar. „Við höfum tekið miskunnsama afstöðu,“ segir Andrews í samtali við ástralska fjölmiðla.

Yfirvöld í Viktoríu áætla að 150 manns muni sækja um slíkt leyfi eftir lagabreytingu.

Líknardráp er ólöglegt í flestum ríkjum heims, að Hollandi, Belgíu og Lúxemborg undanskildum. Auk þess er svokölluð „aðstoð við sjálfsvíg“ heimilt í Sviss auk örfárra fárra ríkja Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×