Sport

Brady setti upp sjötta hringinn og skellti svo í sig bjór | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady í stuði með hringana sex.
Brady í stuði með hringana sex. mynd/patriots

Sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Tom Brady, fékk í gær sinn sjötta meistarahring í veislu heima hjá eiganda New England Patriots, Robert Kraft.

Þessi árangur Brady er einstakur í sögunni og verður líkast til seint sleginn. Hér að neðan má sjá allt sem þarf að vita um hringinn sem Patriots fékk í gær.Allir hringarnir eru mismunandi en nákvæmlega svona er hringurinn sem Brady fékk.Það var mikil stemning hjá hjónunum Brady og Gisele í gær og fyrirsætan var eðlilega stolt af sínum manni. Hringarnir eru reyndir orðnir svo margir að Brady á erfitt með að stýra.Svo var mikil stemning í teitinu. Svo mikil að Brady ákvað á sýna Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, hvernig á að skella í sig bjór en Rodgers þótti ekki sýna lipra hæfileika á því sviði á dögunum.NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.