Körfubolti

Martin í úrslitin í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin og félagar geta fagnað.
Martin og félagar geta fagnað. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í úrslitaeinvígð gegn Bayern Munchen í þýska körfuboltanum eftir 100-89 sigur á Oldenburg í dag.Alba vann því einvígið 3-0 en Bayern vann einnig einvígi sitt 3-0 gegn Rasta Vechta. Þessi sömu lið mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra en þá vann Bayern í oddaleik.Með sigrinum er Alba ekki bara komið í úrslitarimmuna í Þýskalandi heldur tryggði liðið einnig sér sæti í Euroleague, bestu Evrópukeppninni í körfuboltanum, á næstu leiktíð.Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins fer fram næsta sunnudag en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða þýskur meistari.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.