Körfubolti

Martin í úrslitin í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin og félagar geta fagnað.
Martin og félagar geta fagnað. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í úrslitaeinvígð gegn Bayern Munchen í þýska körfuboltanum eftir 100-89 sigur á Oldenburg í dag.

Alba vann því einvígið 3-0 en Bayern vann einnig einvígi sitt 3-0 gegn Rasta Vechta. Þessi sömu lið mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra en þá vann Bayern í oddaleik.

Með sigrinum er Alba ekki bara komið í úrslitarimmuna í Þýskalandi heldur tryggði liðið einnig sér sæti í Euroleague, bestu Evrópukeppninni í körfuboltanum, á næstu leiktíð.

Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins fer fram næsta sunnudag en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða þýskur meistari.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.