Körfubolti

Drake reif kjaft við Draymond Green

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Drake er þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors.
Drake er þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors. vísir/getty

Drake, rappari og stuðningsmaður Toronto Raptors, og Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, áttu í orðaskiptum eftir fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í Toronto í nótt. Toronto vann leikinn, 118-109.

Drake hefur látið mikið fyrir sér fara í úrslitakeppninni í vor. Í fjórða leik Toronto og Milwaukee Bucks í úrslitum Austurdeildarinnar greip hann m.a. um axlirnar á Nick Nurse, þjálfara Toronto.

Rapparinn fékk skammir frá NBA-deildinni og var vinsamlegast beðinn um að reyna að hemja sig á hliðarlínunni.

Drake gat hins vegar ekki staðist freistinguna að núa Green tapinu um nasir eftir leikinn. Green hafði lítinn húmor fyrir stælunum í Drake og þeir skiptust á nokkrum vel völdum orðum.

Á blaðamannafundi eftir leik vildi Green ekki gera of mikið úr atvikinu og sagði að þeir Drake hefðu einfaldlega átt í orðaskiptum.

Drake mætti á leikinn í Toronto-treyju með nafni Dells Curry og númerinu 30 á bakinu. Sonur Currys, Steph, leikur með Golden State og er númer 30 eins og pabbinn sem lék með Toronto á árunum 1999-2002. Curry skoraði 34 stig í leiknum í nótt og var stigahæstur á vellinum.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.