Körfubolti

Drake reif kjaft við Draymond Green

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Drake er þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors.
Drake er þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors. vísir/getty
Drake, rappari og stuðningsmaður Toronto Raptors, og Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, áttu í orðaskiptum eftir fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í Toronto í nótt. Toronto vann leikinn, 118-109.Drake hefur látið mikið fyrir sér fara í úrslitakeppninni í vor. Í fjórða leik Toronto og Milwaukee Bucks í úrslitum Austurdeildarinnar greip hann m.a. um axlirnar á Nick Nurse, þjálfara Toronto.Rapparinn fékk skammir frá NBA-deildinni og var vinsamlegast beðinn um að reyna að hemja sig á hliðarlínunni.Drake gat hins vegar ekki staðist freistinguna að núa Green tapinu um nasir eftir leikinn. Green hafði lítinn húmor fyrir stælunum í Drake og þeir skiptust á nokkrum vel völdum orðum.Á blaðamannafundi eftir leik vildi Green ekki gera of mikið úr atvikinu og sagði að þeir Drake hefðu einfaldlega átt í orðaskiptum.Drake mætti á leikinn í Toronto-treyju með nafni Dells Curry og númerinu 30 á bakinu. Sonur Currys, Steph, leikur með Golden State og er númer 30 eins og pabbinn sem lék með Toronto á árunum 1999-2002. Curry skoraði 34 stig í leiknum í nótt og var stigahæstur á vellinum.

Tengd skjöl

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.