Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörk kvenna: Af hverju fá stelpurnar ekki bestu dómarana?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr þætti gærdagsins.
Úr þætti gærdagsins.

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, sagði eftir stórtap sinna stúlkna gegn Blikum að Bríet Bragadóttir dómari hefði verið ömurleg í leiknum.

„Klárlega eigum við að fá bestu dómarana á stærstu leikina í kvennadeildinni. Hún er klárlega ekki einn af þeim fyrst hún fær ekki leiki í karladeildinni,“ sagði Halldór Jón, eða Donni, eftir leikinn.

Þetta mál var tekið fyrir í Pepsi Max-mörkum kvenna.

„KSÍ hefur gert átak til að fá konur í dómgæslu en þær eru of fáar. Samt er það rétt hjá Donna að bestu dómararnir eru ekki settir á bestu leikina. Þegar ég var að spila fyrir 15 árum þá voru bestu dómararnir eins og Kristinn Jakobsson og Gylfi Orrason settir á stóru leikina í kvennaboltanum,“ segir Ásthildur Helgadóttir.

Donni fékk samt sneið frá sérfræðingunum fyrir að senda sitt lið pirrað til leiks af því Bríet væri að dæma. Sjá má umræðuna og pirringinn í norðanstúlkum hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um dómgæsluAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.