Sport

Hætti við að hætta en byrjar tímabilið í banni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Watson í leik með Saints.
Watson í leik með Saints. vísir/getty

Innherjinn Benjamin Watson, leikmaður New England Patriots, hefur átt skringilegar vikur og nú er orðið ljóst að hann mun hefja næstu leiktíð í fjögurra leikja banni.

Watson var að spila með New Orleans síðasta vetur en ákvað svo að leggja skóna á hilluna enda orðinn 38 ára gamall.

Er hann tók þá ákvörðun hitti hann lækna sem gáfu honum steralyf sem áttu að hjálpa honum við að lækna líkamann og hugann eftir erfiðan feril. Níu dögum síðar var hann tekinn í lyfjapróf sem honum var sama um enda búinn að ákveða að hætta.

Svo fór að koma áhugi víða að og þá hætti Watson við og ákvað að draga fram skóna. Þá hafði hann aftur á móti gleymt lyfjaprófinu. Er hann var í samningaviðræðum kom bréf sem staðfesti fjögurra leikja bann.

Þrátt fyrir það ákvað New England að semja við Watson sem kemur inn í 5. umferð deildakeppninnar.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.