Körfubolti

Helena með stórleik í tapi Íslands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska landsliðið fyrir leikinn í dag
Íslenska landsliðið fyrir leikinn í dag mynd/kkí

Helena Sverrisdóttir átti stórleik fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í dag en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Svartfjallalandi.

Íslenska liðið stóð vel í sterku liði Svartfjallalands en tapaði 73-81 eftir að hafa verið 34-38 undir í hálfleik.

Helena fór á kostum í liði Íslands og var með 34 stig. Næstar komu Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig og Þóranna Kika Hodge-Carr var með átta.

Lið Svartfjallalands keppir í lokakeppni Eurobasket í sumar.

Næsti leikur Íslands er gegn Lúxemborg á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.