Eitt leyfisbréf - allir tapa Unnar Þór Bachmann skrifar 14. maí 2019 10:15 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun