Eitt leyfisbréf - allir tapa Unnar Þór Bachmann skrifar 14. maí 2019 10:15 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun