Eitt leyfisbréf - allir tapa Unnar Þór Bachmann skrifar 14. maí 2019 10:15 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun