Sport

Wilson gaf mömmu sinni hús á mæðradaginn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
DangeRuss kann að gleðja mömmu sína.
DangeRuss kann að gleðja mömmu sína.

Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar, Russell Wilson, sýndi á mæðradaginn að hann er svo sannarlega með hjarta úr gulli.

Hann fór þá með mömmu sína í bíltúr og sá bíltúr endaði fyrir utan ókunnugt hús. Móðir Wilson komst svo fljótt að því að þetta hús var handa henni. Viðbrögðin eru yndisleg eins og sjá má hér að neðan.„Í öll þessi ár hefur þú aldrei beðið um neitt frá mér. Þú vildir bara elska mig. Takk fyrir að elska okkur eins og þú gerir. Þetta er fyrir þig. Ég elska þig, mamma,“ skrifaði Wilson á Instagram en hann valdi að sjálfsögðu mæðradaginn til þess að gefa mömmu sinni húsið.

Wilson, sem er leikstjórnandi, er nýbúinn að skrifa undir samning við Seattle Seahawks sem færir honum 17,2 milljarða í vasann. Hann fékk þess utan bónus upp á 8 milljarða króna þannig að hann á alveg fyrir húsinu.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.