Sport

Rekinn fyrir hatur í garð samkynhneigðra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Israel Folau.
Israel Folau. vísir/getty
Ástralska rúgbý-sambandið hefur ákveðið að reka Israel Folau úr úrvalsdeildinni þar í landi þar sem hann sagði helvíti bíða samkyneigðra.

Folau var upprunalega rekinn í apríl en málið var tekið fyrir af sérstakri nefnd sambandsins í gær. Þar var hann fundinn sekur og brottvikningin úr íþróttinni staðfest.

Folau hefur spilað 73 landsleiki fyrir Ástralíu og er strangtrúaður. Hann hefur áður talað niðrandi um samkynhneigða.

„Rúgbý-sambandið vildi ekki vera í þessari stöðu og kaus það ekki en það var ekkert annað í stöðunni en að reka hann eftir þetta,“ sagði framkvæmdastjóri sambandsins.

Folau getur haldið áfram að áfrýja málinu innan kerfisins en ekki er víst hvort hann geri það. Hann hefur fengið tækifæri til þess að taka orð sín til baka en hefur engan áhuga á því.


Tengdar fréttir

Lætur Satan ekki gabba sig

Strangtrúaður rúgbý-leikmaður í Ástralíu, Israel Folau, fær ekki að spila íþrótt sína lengur eftir að hafa sagt að helvíti bíði samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×