Nanna innblásin af kvenleika við gerð nýju plötunnar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 21:31 Ný plata Of Monsters And Men kemur út þann 26. júlí. Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. Hljómsveitin gaf út lag í vikunni sem mun vera á plötunni sem ber nafnið Alligator.Í viðtali við NME sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir nýju plötuna öðruvísi en þær fyrri, en hún hafi verið orðin þreytt á því hvernig hún hafði áður samið lögin, „venjulega samdi ég lögin á kassagítar og Raggi [gítarleikari hljómsveitarinnar] bætti svo kjöti á beinin. Ég var bara orðin þreytt á því. Mig vantaði eitthvað nýtt og krefjandi. Í hvert skipti sem ég tók upp gítar fannst mér ég vita á hverju ég ætti von.“ „Í þetta skiptið samdi ég mun meira í tölvunni og þreifaði fyrir mér þar.“ Hljómsveitin vann að plötunni með upptökustjóranum Rich Costey, en hann vann einnig með þeim að annarri breiðskífu þeirra, Beneath The Skin, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Rage Ageinst The Mazhine og Death Cab For Cutie. Nanna segir plötuna allt öðruvísi en þær fyrri og þá sérstaklega Beneath The Skin, sem hafi verið mjög dimm en Fever Dream sé mun meira upplífgandi og poppaðri þó hún hafi auðvitað sínar dökku hliðar. „Við erum tvö sem semjum texta, ég og Raggi, og við skrifum frá mjög ólíkum sjónarhornum. Í þetta skiptið vildum við segja okkar sögur. Vegna þess að ég skrifaði meira ein eru sum lögin með kvenlegri sjónarhorn. Þau takast á við það hvernig það er að vera kona. Ég leyfði sjálfri mér að skoða þá hlið í þetta skiptið.“ „Ég lærði margt við gerð þessarar plötu. Mér finnst ég hafa þurft að treysta meira á sjálfa mig en ég hafði þurft að gera áður. Maður finnur það þegar maður er fastur í sama farinu. Það er svo auðvelt að festast í þægindarammanum og það tekur á að ögra sjálfum sér, en það er þess virði.“ Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. Hljómsveitin gaf út lag í vikunni sem mun vera á plötunni sem ber nafnið Alligator.Í viðtali við NME sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir nýju plötuna öðruvísi en þær fyrri, en hún hafi verið orðin þreytt á því hvernig hún hafði áður samið lögin, „venjulega samdi ég lögin á kassagítar og Raggi [gítarleikari hljómsveitarinnar] bætti svo kjöti á beinin. Ég var bara orðin þreytt á því. Mig vantaði eitthvað nýtt og krefjandi. Í hvert skipti sem ég tók upp gítar fannst mér ég vita á hverju ég ætti von.“ „Í þetta skiptið samdi ég mun meira í tölvunni og þreifaði fyrir mér þar.“ Hljómsveitin vann að plötunni með upptökustjóranum Rich Costey, en hann vann einnig með þeim að annarri breiðskífu þeirra, Beneath The Skin, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Rage Ageinst The Mazhine og Death Cab For Cutie. Nanna segir plötuna allt öðruvísi en þær fyrri og þá sérstaklega Beneath The Skin, sem hafi verið mjög dimm en Fever Dream sé mun meira upplífgandi og poppaðri þó hún hafi auðvitað sínar dökku hliðar. „Við erum tvö sem semjum texta, ég og Raggi, og við skrifum frá mjög ólíkum sjónarhornum. Í þetta skiptið vildum við segja okkar sögur. Vegna þess að ég skrifaði meira ein eru sum lögin með kvenlegri sjónarhorn. Þau takast á við það hvernig það er að vera kona. Ég leyfði sjálfri mér að skoða þá hlið í þetta skiptið.“ „Ég lærði margt við gerð þessarar plötu. Mér finnst ég hafa þurft að treysta meira á sjálfa mig en ég hafði þurft að gera áður. Maður finnur það þegar maður er fastur í sama farinu. Það er svo auðvelt að festast í þægindarammanum og það tekur á að ögra sjálfum sér, en það er þess virði.“
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira