Sport

Sprengdi eitt sinn af sér fingur og lenti nú í bílslysi

Helgi Hrafn Ólafsson skrifar
JPP spilar með sérstakan hanska eftir að hann missti putta er flugeldur sprakk í höndum hans.
JPP spilar með sérstakan hanska eftir að hann missti putta er flugeldur sprakk í höndum hans. vísir/getty

NFL-ferill Jason Pierre-Paul er ansi skrautlegur og nú er talið líklegt að hann geti ekkert spilað í deildinni næsta vetur.

Pierre-Paul, eða JPP, lenti í bílslysi á dögunum og meiddist illa á hálsi. Hann þarf væntanlega að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Sú aðgerð myndi þá binda enda á vonir hans um að spila næsta vetur.

JPP spilar með Tampa Bay Buccaneers í dag eftir að hafa verið lengst af í herbúðum NY Giants.

Árið 2015 meiddist hann alvarlega er hann var að leika sér með flugelda og einn slíkur sprakk í hendi hans. Hann missti hluta af hendinni en hefur engu að síður náð að spila í deildinni.

Leikmaðurinn er orðinn þrítugur og spurning hvort við fáum að sjá hann á vellinum veturinn 2020.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.