Lífið

Of Monsters and Men á Airwaves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin gefur út plötu 26. júlí.
Sveitin gefur út plötu 26. júlí.
Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík.

Of Monsters and Men byrjuðu feril sinn á því að vinna Músíktilraunir árið 2010. Þau spiluðu í kjölfarið á Iceland Airwaves.

Þegar þau spiluðu svo í annað sinn á hátíðinni hafði frumburðurinn þeirra My Head is an Animal náð platínumsölu og lagið Little Talks heldur betur slegið í gegn. Lagið var fyrsta lagið eftir íslenska tónlistarmenn til að ná yfir einum milljarði spilanna á Spotify.

Lögin þeirra hafa verið áberandi í stórmyndum og vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við The Hunger Games og The Walking Dead. Sveitin gaf síðast út plötu árið 2015 og spiluðu í kjölfar útgáfu hennar  á mörgum stærstu tónlistarhátíðum heims, til að mynda Coachella, Lollapalooza og Glastonbury en einnig komu sveitin fram í þáttunum Game of Thrones.

Ný plata er á leiðinni frá OMAM og kemur hún út 26.júlí.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.