Sport

Nýliðaval NFL-deildarinnar fer fram í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Augu flestra beinast að Kyler Murray í kvöld.
Augu flestra beinast að Kyler Murray í kvöld. Vísir/Getty

Nýliðaval bandarísku NFL-deildarinnar fer fram í kvöld en viðburðarins er beðið með mikilli eftirvæntingu meðal áhugamanna og stuðningsmanna liða deildarinnar ár hvert.

Í þetta sinn fer nýliðavalið fram í Nashville í Tennessee. Það fer þannig fram að það lið sem var með verstan árangur síðasta tímabils fær að velja fyrst - það er Arizona Cardinals í ár. Besta liðið, Super Bowl-meistararnir í New England Patriots, velja því síðast.

Aðeins fyrsta umferð nýliðavalsins fer fram í kvöld en alls telur það sjö umferðir og lýkur því á laugardaginn.

Sérfræðingar vestanhafs reikna langflestir með því að Arizona Cardinals velji leikstjórnandann Kyler Murray úr Oklahoma-háskólanum. Murray var valinn besti leikmaður háskólaboltans síðasta tímabil og vann hina svokallaða Heisman-bikar.

Það myndi koma mjög á óvart ef að Cardinals myndi velja einhvern annan leikmann en það gæti einnig komið til greina að skipta á fyrsta valréttinum við annað félag.

Arizona valdi leikstjórnandann Josh Rosen í fyrstu umferð nýliðavalsins í fyrra en Arizona átti þá tíunda valrétt. Rosen þótti ekki standa undir væntingum. Ef Murray verður valinn má reikna með því að Rosen fái að leita á önnur mið - aðeins ári eftir að hann kom inn í deildina.

Bein útsending frá nýliðavalinu verður á Stöð 2 Sport og hefst útsending á miðnætti í kvöld.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.