Brexit frestað til 31. október Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 23:38 Frá umræðunum í kvöld. EPA/OLIVIER HOSLET Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira