Innlent

Norð­maður vann 1.255 milljónir króna

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum.
Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum. vísir/vilhelm
Heppinn miðahafi í Noregi vann 1.255 milljónir íslenskra króna í útdrætti kvöldsins í Víkingalottóinu.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Miðahafinn var með allar sex aðaltölurnar réttar, auk Víkingatölunnar. Vinningstölur kvöldsins voru 9, 11, 26, 30, 32 og 37. Víkingatalan var 6.Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en sex miðahafar voru með fjórar tölur réttar í réttri röð.Voru miðarnir seldir í Holtanesti í Hafnarfirði, söluskálanum Björk á Hvolsvelli, Olís á Akranesi, Aðal-braut í Grindavík, Happahúsinu í Kringlunni, auk þess að einn miði var seldur í áskrift.Jókertölur kvöldsins voru 1-1-1-2-3.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.