Sport

Wilson skrifaði undir verðmætasta samning sögunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Russel Wilson
Russel Wilson vísir/getty
Leikstjórnandi Seattle Seahawks, Russell Wilson, ætlar sér að spila til ársins 2031 en hann skrifaði undir verðmætasta samning í sögu NFL deildarinnar á dögunum.

Wilson framlengdi samning sinn við Seahaws til ársins 2023 en hann sagðist vilja spila í 20 ár, sem tæki hann til 2031. Wilson vann meistaratitilinn í NFL deildinni og leikinn um Ofurskálina með Seahawks árið 2014.

Samningur Wilson er upp á 140 milljónir dollara eða 35 milljónir dollara á ári. Hann bætti því metið sem leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, átti yfir verðmætasta samning sögunnar, en samningur Rodgers er virði 33,5 milljónir dollara á ári.

Wilson er búinn að vera í Seattle í sjö ár og í sex þeirra hefur liðið farið í úrslitakeppnina. Liðið vann Ofurskálina 2014 en tapaði svo fyrir New England Patriots ári seinna.

Hann hefur kastað fyrir 25.624 jördum og 196 snertimörkum í 112 leikjum í NFL deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×