Sport

Wilson skrifaði undir verðmætasta samning sögunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Russel Wilson
Russel Wilson vísir/getty

Leikstjórnandi Seattle Seahawks, Russell Wilson, ætlar sér að spila til ársins 2031 en hann skrifaði undir verðmætasta samning í sögu NFL deildarinnar á dögunum.

Wilson framlengdi samning sinn við Seahaws til ársins 2023 en hann sagðist vilja spila í 20 ár, sem tæki hann til 2031. Wilson vann meistaratitilinn í NFL deildinni og leikinn um Ofurskálina með Seahawks árið 2014.

Samningur Wilson er upp á 140 milljónir dollara eða 35 milljónir dollara á ári. Hann bætti því metið sem leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, átti yfir verðmætasta samning sögunnar, en samningur Rodgers er virði 33,5 milljónir dollara á ári.

Wilson er búinn að vera í Seattle í sjö ár og í sex þeirra hefur liðið farið í úrslitakeppnina. Liðið vann Ofurskálina 2014 en tapaði svo fyrir New England Patriots ári seinna.

Hann hefur kastað fyrir 25.624 jördum og 196 snertimörkum í 112 leikjum í NFL deildinni.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.