Handbolti

Ómar Ingi aftur í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar (112) í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en Ómar Ingi.
Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar (112) í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en Ómar Ingi. vísir/getty
Aðra vikuna í röð er Ómar Ingi Magnússon í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildarinnar.

Ómar Ingi skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar þegar Aalborg tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Kolding, 28-25, á laugardaginn.

Skyttan frá Selfossi hefur átt stórgott fyrsta tímabil með Aalborg. Hann var stoðsendingakóngur dönsku deildarinnar og níundi markahæsti leikmaður hennar.

Ómar Ingi var fjórum sinnum valinn í lið umferðarinnar á tímabilinu.

Ómar Ingi er í íslenska landsliðinu sem mætir Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í vikunni.

Eftir landsleikjahléið hefst úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn. Í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni mætir Aalborg Arnari Birki Hálfdánssyni og félögum í SönderjyskE.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×