Handbolti

Ómar Ingi og Óðinn í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg á Århus.
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum í sigri Aalborg á Århus. vísir
Jafnaldrarnir Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson eru báðir í úrvalsliði 25. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ómar Ingi var allt í öllu hjá Aalborg sem vann Århus örugglega, 26-38. Selfyssingurinn skoraði níu mörk úr aðeins tíu skotum og gaf fimm stoðsendingar. Ómar Ingi lék áður með Århus og gerði sínum gömlu félögum lífið leitt.

Óðinn skoraði fimm mörk úr fimm skotum í sigri GOG á Nordsjælland, 27-30.

Ómar Ingi er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 101 mark og sá stoðsendingahæsti með 107 slíkar.

Óðinn hefur skorað 99 mörk á tímabilinu og er með 71% skotnýtingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×