Erlent

Tíu handtekin vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka

Andri Eysteinsson skrifar
Þýska lögreglan handtók tíu í morgun.
Þýska lögreglan handtók tíu í morgun. Getty/Picture Alliance
Tíu voru handtekin í Þýskalandi í dag vegna gruns um skipulagningu hryðjuverkaárása. Lögregla handtók grunuðu hryðjuverkamennina í áhlaupum sínum á svæðinu í kringum Frankfurt, í þýska sambandsríkinu Hesse. Guardian greinir frá.

Hin handteknu eru talin hafa unnið að skipulagningu hryðjuverka með það að markmiði að drepa eins marga og hægt væri með notkun bifreiða og skotvopna.

Greint hefur verið frá því að meðal þeirra sem taldir eru vera höfuðpaurar hópsins eru 21 árs gamall maður frá bænum Offenbach og 31 árs gamlir bræður frá Wiesbaden. Samkvæmt frétt The Guardian hefur þýska lögreglan ekki veitt frekari persónuupplýsingar um hin handteknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×