Barnabörnin grétu þegar eigandinn lét aðalstjörnu félagsins fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 15:00 Odell Beckham Jr. er mikil týpa. Getty/ Grant Halverson Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira