Sunna: Hlakka til að fá að taka aðeins í þær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2019 19:15 Sunna er orðin mjög spennt fyrir bardagakvöldinu í Kansas City. Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sjá meira
Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið
MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sjá meira
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41