Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:02 Jón Arnór og Hlynur í leikslok. vísir/sigurjón Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok. Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson léku í kvöld sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í körfubolta er þeir léku í stórsigri Íslands á Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. Jón Arnór var að kveðja eftir sinn hundraðasta landsleik en Hlynur eftir sinn 125. Þeir voru glaðir er þeir ræddu við blaðamann í sameiningu í kvöld. „Þetta var mjög gaman. Það var líka gaman að klára þetta með þægilegum sigri,“ sagði Hlynur í leikslok. „Það hefði ekki verið gaman að fara héðan með tapi,“ bætti Hlynur við áður en Jón Arnór greip orðið og sagði: „Og við komumst á töfluna!“ sagði goðsögnin létt í bragði. „Hlynur setti fyrstu körfuna og þá hugsaði ég: Úff, hann er hólpinn og ég er eftir,“ grínaðist Jón áfram en Hlynur sagði að þetta hafi hafist að endingu. „Við náðum báðir að skora og það var gott.“ Jón Arnór var stigahæstur í kvöld og Hlynur frákastahæstur. Þeir brosu til blaðamanns í leikslok eru þeir voru spurðir út í þetta. „Er þetta ekki bara eins og það á að vera?“ sagði Hlynur brosandi en Jón Arnór segir að tilfinningin hafi verið góð í leikslok. „Tilfinningin er góð. Núna er það bara að fara koma sér í sturtu og tala við félaganna og þetta er komið gott. Þetta er búið að vera æðisleg og ólýsanlegt,“ sagði Jón Arnór „Þetta er fyrst og fremst búið að vera skemmtilegt. Mjög gaman,“ bætti Hlynur við. Strákarnir voru sammála um það að tilfinningin fyrir leik hafi verið furðulegri en eftir leik og það hafi verið margt í undirbúningnum sem hafi verið öðruvísi en áður. „Fyrir leik, pottþétt. Þetta var mjög skringilegur undirbúningur. Þetta tók mann út úr rútinu. Maður var hingað og þangað að gera einhverja hluti sem maður er ekki vanur. Þetta var skrýtið fyrir leikinn en núna líður mér vel og er glaður,“ sagði Hlynur. Jón var á sama máli: „Maður braut allar reglur hvað varðar undirbúning. Maður er orðinn ferkantur í undirbúningi og rútínan er heilög þegar maður er að undirbúa sig fyrir leiki.“ „Þetta blessaðist og við náðum sigri sem skipti miklu máli. Og að við kæmust á töfluna. Það var þetta tvennt sem gerði þetta að fullkomnu kvöldi,“ sagði Jón í leikslok.
Körfubolti Tengdar fréttir Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Enginn hefur spilað fleiri landsleiki með Jóni og Hlyn Logi Gunnarsson spilaði ófáa landsleikina með þeim Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri Stefánssyni. 21. febrúar 2019 12:30
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45