Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik í kvöld.
Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik í kvöld. vísir/bára

Ísland lenti í engum vandræðum með Portúgal er liðin mættust í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var jafnframt kveðjuleikur Hlyns Bæringssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar en lokatölur urðu 91-67 sigur Íslands.

Fyrir leikinn var ljóst að Ísland kæmist ekki upp úr þessum hluta forkeppninnar en nú fer liðið í þriðju forkeppnina um möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021. Sú forkeppni fer fram í ágúst.

Leiknum verður klárlega minnst um ókomna tíð enda tveir af ástsælustu leikmönnum íslenska körfuboltans að leggja landsliðsskóna á hilluna. Bekkurinn var þéttsetinn í Laugardalshöllinni í kvöld og piltunum þakkað fyrir þeirra frábæra framlag til landsliðsins.

Það var áræðni og barátta í leik íslenska liðsins frá upphafi leiksins. Þeir voru vel með á nótunum og komust í 7-2. Þar var tóninn lagður. Þristarnir voru að fara niður og Haukur Helgi Pálsson var funheitur í upphafi leiksins. Ísland leiddi 28-27 eftir fyrsta leikhlutann.

Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhlutanum. Strákarnir voru vel með mótiveraðir. Þeir létu boltann rúlla vel í sóknarleiknum og átta leikmenn voru komnir á blað í hálfleik. Einnig voru allir tólf leikmennirnir á skýrslu búnir að koma við sögu en Ísland leiddi 50-35 í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum var svipað uppi á teningnum. Strákarnir okkur voru að hita vel, algjörlega frábær barátta og leikuur liðsins var í raun algjörlega frábær á öllum vígstöðvum. Margir sem lögðu hönd á plóg en að endingu unnu íslensku strákarnir með 24 stigum, 91-67.

Í sínum síðasta landsleik var það Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði sautján stig. Næstur kom Haukur Helgi með fimmtán stig. Hlynur Bæringsson endaði frákastahæstur í íslenska liðinu, einnig í sínum síðasta landsleik, en hann tók tólf fráköst.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.