Sport

Hvað gerði Nonni fótbolti af sér núna?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manziel í leik með Montreal.
Manziel í leik með Montreal. vísir/getty

Fyrrum NFL-vonarstjarnan og vandræðagemlingurinn Johhny Manziel er aftur atvinnulaus en búið er að setja hann í bann í kanadísku fótboltadeildinni, CFL.

Eftir aðeins átta leiki með Montral Alouettes er ferli Manziel lokið þar. Hann var rekinn frá félaginu að ósk deildarinnar sem síðan setti hann í bann frá deldinni.

Ekki kemur fram í yfirlýsingu deildarinnar hvað Manziel hafi gert af sér en þó segir að hann hafi brotið skilmála sem gerðir voru við hann á sínum tíma.

Þeir skilmálar snérust meðal annars um að hann þurfti að hitta ráðgjafa einu sinni í viku og gangast undir regluleg lyfjapróf.Manziel, sem alltaf er kallaður Johnny Football eða Nonni fótbolti, sagði sjálfur að hann væri nú að leita sér að vinnu í Bandaríkjunum enda fær hann ekki að spila í Kanada lengur.

Manziel er aðeins 26 ára gamall. Hann var valinn númer 22 af Cleveland Browns í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2014. Hann gat ekki hagað sér almennilega þar og var rekinn árið 2016. Ekkert lið í NFL-deildinni hefur viljað koma nálægt honum síðan.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.