Ísland veðjar á þessa fimm afreksþjálfara fyrir framtíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:30 Þessi fimm eru á leiðinni til Noregs en þau eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Hermann Þór Haraldsson, Jón Gunnlaugur Viggósson, Haukur Már Ólafsson og Finnur Freyr Stefánsson. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Af því tilefni hefur sambandið veðjað á fimm afreksþjálfara sem fá tækifæri til að sækja sér reynslu og menntun fyrir framtíðina. Framtíðarþjálfararnir í ár koma úr handbolta, körfubolta, golfi, íþróttum fatlaðra og sundi. Að þessu sinni var þar enginn fótboltaþjálfari, fimleikaþjálfari eða frjálsíþróttaþjálfari svo einhverjar íþróttagreinar séu nefndar. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Íslensku þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir (Sundsamband Íslands-SSÍ), Finnur Freyr Stefánsson (Körfuknattleikssamband Íslands-KKÍ), Haukur Már Ólafsson (Golfsamband Íslands-GSÍ), Hermann Þór Haraldsson (Íþróttasamband fatlaðra-ÍF) og Jón Gunnlaugur Viggósson (Handknattleikssamband Íslands-HSÍ). Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fyrirlesarar á fræðslufundinum á dögunum voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs seinna í þessum mánuði.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik KR - Grindavík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Sjá meira