Spila bæði um risatitil og toppsætið á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 16:30 Petra Kvitova og Naomi Osaka. Vísir/Samsett/Getty Það verður mikið undir á morgun þegar þær Petra Kvitova frá Tékklandi og Naomi Osaka frá Japan mætast í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Naomi Osaka vann síðasta risamót, Opna bandaríska meistaramótið, í september en tók þá á móti bikarnum með tárin í augunum eftir að Serena Williams hafði misst sig fyrir dómarann. Osaka getur orðið fyrsta konan frá árinu 2001 sem fylgir eftir fyrsta risatitli sínum með því að vinna næsta risamót á eftir. Jennifer Capriati afrekaði það síðasta fyrir átján árum.The world number one ranking will be on the line when Naomi Osaka and Petra Kvitova meet in Saturday's #AusOpen final. Match preview https://t.co/lVP2I3yfbvpic.twitter.com/0mDljYxsPT — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019Sigur Petra Kvitova gæti líka orðið merkilegur því hún væri þá að kóróna endurkomu sína eftir að hafa verið stungin á heimili sínum árið 2016. Kvitova hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og voru þeir báðir á Wimbledon-mótinu. Það er ekki bara risatitill undir því sigurvegarinn mun einnig taka fyrsta sæti heimslistans af Simona Halep. Naomi Osaka var í fjórða sæti á styrkleikalistanum í þessu móti en Petra Kvitova var númer átta. Petra Kvitova, sem er 28 ára, hefur efst komist í annað sætið á heimslistanum og það var fyrir rúmum sjö árum eða í október 2011. Hún var í sjötta sæti á síðasta heimslistanum sem var gefinn út 14. janúar síðastliðinn. Naomi Osaka, sem er 21 árs, er eins og er í fjórða sæti heimslistans og hefur aldrei verið ofar en hún komst þangað fyrst í október síðastliðnum. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna fer fram á morgun laugardag en úrslitaleikur karlanna fer fram á sunnudaginn og þar mætast þeir Novak Djokovic frá Serbíu og Rafael Nadal frá Spáni.Vísir/Samsett/Getty Tennis Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Það verður mikið undir á morgun þegar þær Petra Kvitova frá Tékklandi og Naomi Osaka frá Japan mætast í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Naomi Osaka vann síðasta risamót, Opna bandaríska meistaramótið, í september en tók þá á móti bikarnum með tárin í augunum eftir að Serena Williams hafði misst sig fyrir dómarann. Osaka getur orðið fyrsta konan frá árinu 2001 sem fylgir eftir fyrsta risatitli sínum með því að vinna næsta risamót á eftir. Jennifer Capriati afrekaði það síðasta fyrir átján árum.The world number one ranking will be on the line when Naomi Osaka and Petra Kvitova meet in Saturday's #AusOpen final. Match preview https://t.co/lVP2I3yfbvpic.twitter.com/0mDljYxsPT — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019Sigur Petra Kvitova gæti líka orðið merkilegur því hún væri þá að kóróna endurkomu sína eftir að hafa verið stungin á heimili sínum árið 2016. Kvitova hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og voru þeir báðir á Wimbledon-mótinu. Það er ekki bara risatitill undir því sigurvegarinn mun einnig taka fyrsta sæti heimslistans af Simona Halep. Naomi Osaka var í fjórða sæti á styrkleikalistanum í þessu móti en Petra Kvitova var númer átta. Petra Kvitova, sem er 28 ára, hefur efst komist í annað sætið á heimslistanum og það var fyrir rúmum sjö árum eða í október 2011. Hún var í sjötta sæti á síðasta heimslistanum sem var gefinn út 14. janúar síðastliðinn. Naomi Osaka, sem er 21 árs, er eins og er í fjórða sæti heimslistans og hefur aldrei verið ofar en hún komst þangað fyrst í október síðastliðnum. Úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna fer fram á morgun laugardag en úrslitaleikur karlanna fer fram á sunnudaginn og þar mætast þeir Novak Djokovic frá Serbíu og Rafael Nadal frá Spáni.Vísir/Samsett/Getty
Tennis Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira