Sport

Missti dóttur í síðustu viku en spilar um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brandon Mebane.
Brandon Mebane. vísir/getty

Síðustu vikur hafa verið erfiðar í lífi Brandon Mebane sem spilar með LA Chargers í NFL-deildinni.

Eiginkona hans fæddi þeim dóttur, Makenna, í nóvember en stúlkan fæddist langt fyrir tímann. Ástand hennar var alvarlegt frá upphafi og hún féll frá fyrir sléttri viku síðan.

„Ástand hennar var ekkert að lagast og við urðum að taka ákvörðun. Það blæddi úr maganum og þegar reynt var að næra hana fór það ekki heldur vel,“ sagði Mebane sem reynir að bera sig vel á erfiðum tímum.„Okkur líður ágætlega miðað við aðstæður og reynum að taka einn dag fyrir í einu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið hana í okkar líf í þennan tíma.“

Mebane missti af leik Chargers gegn Baltimore um síðustu helgi en hefur staðfest að hann muni spila með liðinu gegn New England Patriots um helgina.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.