McVay stýrði Rams til sigurs í leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 14 ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 10:00 Leikmenn Rams fagna í nótt vísir/getty Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019 NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019
NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30