Tapað stríð Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. janúar 2019 08:00 Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun