Sport

Aaron Rodgers kominn með nýjan þjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaFleur er hann var að vinna hjá Redskins.
LaFleur er hann var að vinna hjá Redskins. vísir/getty

Þrjú lið í NFL-deildinni réðu nýja aðalþjálfara í gær. Þar bar hæst að Green Bay Packers ákvað að semja við hinn 39 ára gamla Matt LaFleur.

LaFleur kemur til liðsins frá Tennessee Titans þar sem hann var sóknarþjálfari í vetur. Árið áður var hann sóknarþjálfari LA Rams en hann hefur einnig starfað fyrir Washington Redskins og Notre Dame háskólann.

Mike McCarthy var rekinn í vetur en samstarf hans og leikstjórnanda Packers, Aaron Rodgers, var í molum. McCarthy er líklega að taka við NY Jets.

Tampa Bay Buccaneers ákvað svo að ráða hinn 66 ára gamla Bruce Arians. Hann var aðalþjálfari Arizona frá 2013 til 2017. Afar reynslumikill kappi sem hefur verið lengi í deildinni.

Það vpru tveir strákar undir fertugu sem fengu vinnu í gær því Arizona Cardinals ákvað að ráða hinn 39 ára gamla Kliff Kingsbury. Hann kemur frá Texas Tech-háskólanum þar sem hann hefur verið þjálfari frá 2013.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.