Sport

Fyrsta konan til að dæma í úrslitakeppni NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas hefur staðið sig ljómandi vel sem dómari í NFL-deildinni.
Thomas hefur staðið sig ljómandi vel sem dómari í NFL-deildinni. vísir/getty

NFL-dómarinn Sarah Thomas mun brjóta blað í sögu NFL-deildarinnar á sunnudag er hún verður í dómarateymi í úrslitakeppninni.

Thomas verður fyrsta konan til þess að dæma í úrslitakeppninni. Hún verður hluti af dómarateymi Ron Torbert sem dæmir leik New England Patriots og LA Chargers.

Hún á tvö tímabil að baki í deildinni og var á meðal varadómara í úrslitakeppninni í fyrra.

Thomas hefur þótt standa sig vel þó svo hún hafi verið undir meiri pressu en margir félaga hennar. Hún er nú verðlaunuð fyrir sína frammistöðu með leiknum um næstu helgi.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.