Martin: Varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2019 23:23 Martin í leiknum í kvöld. vísir/bára Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld sem vann öruggan sigur á Portúgal í forkeppni EM 2021. Leikurinn var kveðjuleikur þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar og það var ljóst frá upphafi að leikmenn ætluðu að selja sig dýrt fyrir þá félaga. „Þetta var kannski ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vissum þó að við værum að fara vinna þetta lið ef við myndum hitta á góðan leik,“ sagði Martin í leikslok. „Við vorum flottir. Við komum vel stemmdir út. Leikplanið gekk fullkomnlega upp,“ en var þetta ekki einn besti leikur landsliðsins í dágóðan tíma? „Við vorum virkilega flottir frá byrjun. Vonandi er þetta það sem koma skal. Auðvitað eigum við eftir að spila gegn sterkari þjóðum en það var margt mjög jákvætt og margt miklu betra en það hefur verið upp á síðkastið.“ Martin segir að það hafi gefið aðeins extra að leikmenn væru tilbúnir að leggja allt sitt til þess að Jón Arnór og Hlynur myndu ekki kveðja með tapi á bakinu. „Það verður mikill missir af þessum meisturum. Við eigum eftir að finna það þegar þeir eru farnir. Þegar við förum á koddann í kvöld á þetta kannski eftir að skella á okkur enn meira en það er undir öðrum komum að stiga upp. Ég held að framtíðin sé björt. Það er fullt sem við getum lært af þeim og yngri leikmenn geti tekið þá til fyrirmyndar.“ Martin ákvað á tímapunkti í leiknum að skalla boltann í hröðu upphlaupi og Martin segir að gamlar fótboltaæfingar í KR hafi skilað sér í kvöld. „Þetta var fótboltinn í mér. Mig langaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta. Ég veit ekki hvað gerðist og ég hélt að þetta hafi ekki verið eins augljóst.“ „Þetta var greinilega frekar augljóst. Vonandi taka krakkar þetta til fyrirmyndar og fara æfa þetta aðeins. Það þarf að nota alla líkamshluta,“ sagði Martin brattur. Körfubolti Tengdar fréttir Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30 Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld sem vann öruggan sigur á Portúgal í forkeppni EM 2021. Leikurinn var kveðjuleikur þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar og það var ljóst frá upphafi að leikmenn ætluðu að selja sig dýrt fyrir þá félaga. „Þetta var kannski ekki auðveldara en við bjuggumst við. Við vissum þó að við værum að fara vinna þetta lið ef við myndum hitta á góðan leik,“ sagði Martin í leikslok. „Við vorum flottir. Við komum vel stemmdir út. Leikplanið gekk fullkomnlega upp,“ en var þetta ekki einn besti leikur landsliðsins í dágóðan tíma? „Við vorum virkilega flottir frá byrjun. Vonandi er þetta það sem koma skal. Auðvitað eigum við eftir að spila gegn sterkari þjóðum en það var margt mjög jákvætt og margt miklu betra en það hefur verið upp á síðkastið.“ Martin segir að það hafi gefið aðeins extra að leikmenn væru tilbúnir að leggja allt sitt til þess að Jón Arnór og Hlynur myndu ekki kveðja með tapi á bakinu. „Það verður mikill missir af þessum meisturum. Við eigum eftir að finna það þegar þeir eru farnir. Þegar við förum á koddann í kvöld á þetta kannski eftir að skella á okkur enn meira en það er undir öðrum komum að stiga upp. Ég held að framtíðin sé björt. Það er fullt sem við getum lært af þeim og yngri leikmenn geti tekið þá til fyrirmyndar.“ Martin ákvað á tímapunkti í leiknum að skalla boltann í hröðu upphlaupi og Martin segir að gamlar fótboltaæfingar í KR hafi skilað sér í kvöld. „Þetta var fótboltinn í mér. Mig langaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég varð að sýna að ég gæti eitthvað ennþá í fótbolta. Ég veit ekki hvað gerðist og ég hélt að þetta hafi ekki verið eins augljóst.“ „Þetta var greinilega frekar augljóst. Vonandi taka krakkar þetta til fyrirmyndar og fara æfa þetta aðeins. Það þarf að nota alla líkamshluta,“ sagði Martin brattur.
Körfubolti Tengdar fréttir Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30 Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02 Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45 Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Tveir lykilleikmenn kveðja Tveir af máttarstólpum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta leika sinn síðasta landsleik þegar Ísland mætir Portúgal í forkeppni EuroBasket 2021 í kvöld. Þar með fara á einu bretti 225 landsleikir úr liðinu. 21. febrúar 2019 14:30
Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02
Leik lokið: Ísland - Portúgal 91-67 | Fullkomin kveðjustund í Höllinni Jón Arnór og Hlynur Bæringsson kvöddu landsliðið í kvöld. 21. febrúar 2019 21:45
Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30