Langstökkvarinn Hafdís Sigurðardóttir fékk þátttökurétt á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki inn á mótið.
Hafdís stökk 6,49 metra tvær helgar í röð, sem er aðeins einum metra frá lágmarkinu 6,50.
Frjálsíþróttasamband Íslands sendi inn umsókn til evrópska frjálsíþróttasambandsins um að Hafdís fengi keppnisrétt á mótinu þar sem Íslendingar eiga þar fáa keppendur og Hafdís aðeins hársbreidd frá lágmarkinu. Sú umsókn var samþykkt og fær Hafdís keppnisrétt eftir því sem fram kemur á vef RÚV.
Íslenskir keppendur verða því tveir á mótinu, þar verður hlauparinn Hlynur Andrésson einnig á meðal keppenda. Aníta Hinriksdóttir var með þátttökurétt en dró sig úr keppni vegna meiðsla.
Hafdís fer á EM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
