Erlent

Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu

Heimir Már Pétursson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á golfvelli í Japan.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á golfvelli í Japan. getty/Kimimasa Mayama
Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. Trump hefur meðal annars hótað Japönum tollum á japanskar bifreiðar.

Vel fór þó á með leiðtogunum þegar þeir spiluðu golf í morgun, en að því loknu sóttu þeir sumoglímu keppni, þar sem Trump afhenti sigurvegaranum risavaxinn bikar sem forsetinn hefur ánafnað sigurvegurum í sumoglímu til frambúðar og kallaður verður forsetabikarinn.

Í gærkvöldi að japönskum tíma snæddu Trump og Abe síðan kvöldverð á veitingastað í Tokyo með eiginkonum sínum.

„Við forsætisráðherrann töluðum mikið í dag um viðskipti, hernaðarmál og ýmislegt annað. Ég held að þetta hafi verið mjög afkastamikill dagur. Og morgundagurinn verður sömuleiðis mjög afkastamikill dagur. Og ég vil þakka þér fyrir. Þetta var ótrúlegt kvöld á súmóglímunni. Og Bandaríkin lögðu fram... Ég gerði það persónulega, ég vildi ekki að neinn kæmi mér í vandræði svo ég gerði það persónulega; við keyptum þennan fallega bikar sem þið eigið vonandi í mörg hundruð ár. Hann verður verðlaunagripurinn fyrir meistarakeppnina í súmóglímu.“ sagði Trump við Abe frami fyrir fréttamönnum á matsölustaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×