Erlent

Or­tega kveðst reiðu­búinn til við­ræðna

Atli Ísleifsson skrifar
Daniel Ortega hefur gegnt embætti forseta Níkragva frá árinu 2007.
Daniel Ortega hefur gegnt embætti forseta Níkragva frá árinu 2007. Getty
Daniel Ortega, forseti Níkaragva, hefur sagst reiðubúinn til viðræðna við stjórnarandstöðuna í landinu til að ná lausn landvarandi og hatrömmum deilum í landinu.

Tugþúsundir hafa mótmælt stjórn Ortega á götum úti síðustu mánuðina þar sem um 320 manns hafa fallið í átökum við lögreglu.

Ortega vonast til að viðræður hefjist á miðvikudaginn í næstu viku, en stjórnarandstaðan hefur krafist afsagnar forsetans.

Staða efnahagsmála í Níkaragva er mjög slæm og hefur ríkisstjórnin átt í miklum vandræðum með fjármögnun hins opinbera eftir að alþjóðlegar stofnanir og bankar hafa lokað á styrki og lán til stjórnarinnar.

Sjá einnig:Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti

Mótmælin í landinu blossuðu upp í apríl á síðasta ári og beindust til að byrja með að fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á lífeyriskerfi landsins.

Stjórnarandstaðan í Níkaragva hefur sakað uppreisnarleiðtogann fyrrverandi, Daniel Ortega forseta, um að vera spilltur einræðisherra sem stýri landinu eftir eigin hentisemi ásamt eiginkonu sinni og varaforseta, Rosario Murillo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×