Ótrúlegur lokakafli í New Orleans | Stigamennirnir unnu án Brown 10. september 2019 09:21 Leikmenn Saints fagna sigursparki Lutz. vísir/getty Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019 NFL Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019
NFL Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira