Tvöfalt heljarstökk á torfærubíl | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 21. júlí 2019 16:45 Tilþrif Hauks um helgina voru algjörlega mögnuð! Sveinn Haraldsson Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira