Innlent

Heima­vistinni á Þela­mörk breytt í í­búðar­hús­næði

Atli Ísleifsson skrifar
Snorri Finnlaugsson, sveitastjóri í Hörgársveit, Ásmundur Einar Daðason og Axel Grettisson Oddviti í Hörgárssveit við undirritunina á Þelamörk á laugardag.
Snorri Finnlaugsson, sveitastjóri í Hörgársveit, Ásmundur Einar Daðason og Axel Grettisson Oddviti í Hörgárssveit við undirritunina á Þelamörk á laugardag. stjórnarráðið
Heimavistinni á Þelamörk í Hörgársveit verður breytt í íbúðarhúsnæði. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit á laugardag.

Fyrsti þáttur verkefnisins felur í sér að breytingu á húsnæði að Laugalandi á Þelamörk, sem áður var heimavist fyrir Þelamerkurskóla, í íbúðarhúsnæði. Er gert ráð fyrir að með þessu verði hægt að fjölga leiguíbúðum um allt að níu í sveitarfélaginu.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að til standi að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hafi verið á húsnæði í Hörgársveit um lengri tíma, meðal annars vegna nálægðar við Akureyrarbæ, þar sem mikill vöxtur hafi verið undanfarin ár.

„Íbúðalánasjóður mun einnig koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til þriggja milljóna króna styrk til þróunar þess. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins, sem snýr að því að örva húsnæðisuppbyggingu utan suðvesturhorns landsins og bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð

Þéttbýlið við Lónsbakka gæti stækkað gríðarlega á næstu árum. Íbúafjöldi í Hörgársveit, sem nú er tæplega 600, gæti hækkað í tæplega eitt þúsund á tiltölulega fáum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×