Selfoss fékk ekki þáttökurétt í Meistaradeildinni í handbolta vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði EHF.
Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Vísi fyrr í dag en Selfyssingar voru allt annað en sáttir við ákvörðun evrópska sambandsins.
Í umsókn sinni sögðu Selfyssingar að þeir myndu spila á heimavelli Hauka, Schenkerhöllinni, en þar hafa farið fram Evrópuleikir í gegnum tíðina.
Róbert staðfestir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöllin uppfylli skilyrði EHF og því hafi umsókn Selfoss um þáttökurétt verið vísað frá.
Upphitun 18.06: Í bréfi sem barst Vísi nú síðdegis frá EHF kemur fram að Selfoss hafi sett Ásvelli, Schenkerhöllina, sem sína keppnishöll. Leikvöllur í Meistaradeildinni þarf að hafa sæti fyrir að minnsta kosti 2500 áhorfendur og það á ekki við Ásvelli. Því hafi Selfyssingum verið neitað um þáttöku.
