Kári samningslaus og framtíðin óráðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júlí 2019 11:27 Kári í leik með Barcelona. mynd/barcelona Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“ Körfubolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“
Körfubolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira