Kári samningslaus og framtíðin óráðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júlí 2019 11:27 Kári í leik með Barcelona. mynd/barcelona Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“ Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“
Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum