Sú besta í heimi rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 12:30 Sascha Bajin með Naomi Osaka. Getty/Clive Brunskill Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019 Tennis Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira
Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019
Tennis Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira