Innlent

Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka

Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Alls sögðu 34 ljósmæður upp á Landspítalanum en átta hafa tilkynnt að þær hyggist draga uppsagnir sínar til baka.
Alls sögðu 34 ljósmæður upp á Landspítalanum en átta hafa tilkynnt að þær hyggist draga uppsagnir sínar til baka. vísir/vilhelm
Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð.Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að hún eigi von á því að fleiri ljósmæður komi aftur til starfa á spítalanum.Meðgöngu- og sængurlegudeild var opnuð á ný í vikunni en henni var lokað þegar yfirvinnubann ljósmæðra skall á í síðustu viku. Linda segir að það gangi hægt en vel að koma starfsemi deildarinnar í eðlilegt.Enn vanti þó upp á mönnun og til þess að hægt sé að manna allar vaktir eins og þarf þurfi þær sem sagt hafa upp að koma aftur til starfa.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.