Mun stærri hópar koma inn í háskólana í haust Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 20:00 Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Rektorar tveggja stærstu háskóla landsins segja skólana vel búna undir stærri hóp nýnema í haust en áður. Þeir segja þó mikilvægt að tryggja að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins. Tveir árgangar útskrifast samtímis út nokkrum framhaldsskólum í vor. Fullt var út úr dyrum á Háskóladeginum í dag, þar sem verðandi stúdentar kynntu sér námsframboð og gerðu upp hug sinn til þess sem koma skal í haust. Nokkrir framhaldsskólar útskrifa tvo árganga í ár, það er síðustu árganga gamla fjögurra ára kerfisins og þá sem útskrifast á þremur árum. Samhliða þessu eykst álagið á háskólana, sem þurfa að taka við fleiri nemendum í einu. „Við höfum vitað af því lengi að fleiri myndu koma inn í háskólakerfið á þessum árum, þó þetta dreifist reyndar aðeins sem hjálpar okkur. En í öllum þeim áætlunum sem við í HR höfum gert fyrir árið 2018 erum við að gera ráð fyrir að taka inn stærri hópa,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík. „Við sjáum fram á það á næstu árum að fjölga muni í háskólanum um 1100-1400 nemendur. Við teljum okkur ráða við það, en það þarf kannski að huga að því hvernig þetta dreifist á mismunandi deildir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Fjölgað lítillega í lögfræði og læknisfræði Jón Atli segir mikilvægt að fjölgunin bitni ekki á gæðum námsins, en í dag eru nokkrar deildir HÍ með fjöldatakmarkanir. Fjölgað verður eilítið í þessum deildum, en í lagadeild komast 100 að í stað 90, og 50 verða teknir inn í læknadeild í stað 48. Í nýlegri úttekt Vinnumálastofnunar kemur fram að um 1100 háskólamenntaðir einstaklingar séu nú á atvinnuleysisskrá. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði menntamálaráðherra mikilvægt að háskólar væru í auknu samstarfi við atvinnulífið til að brúa bilið milli náms og starfa. Jón Atli og Ari taka báðir undir þessi orð. „En við þurfum líka að passa okkur á því að háskólar eru í því að skapa nýja þekkingu og eru kannski framverðir þróunar að mörgu leyti, aðallega í grunnrannsóknum. Við þurfum alltaf að hafa einhvers konar markað fyrir okkar fólk,“ segir Jón Atli. „Það er alveg einlægur ásetningur okkar í öllu því sem við gerum þegar við horfum til náms og menntunar hjá okkur að tengja námið við samfélagið og atvinnulífið á þann hátt að nemendur eigi greiðan aðgang í góð störf að loknu námi,“ segir Ari.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira